136. löggjafarþing — 76. fundur,  6. feb. 2009.

Seðlabanki Íslands.

280. mál
[18:23]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (andsvar):

Frú forseti. Margt getur gerst á tveimur árum. Ég held að við öll sem erum í þessum sal hefðum ekki getað vitað fyrir tveimur árum í hvaða sporum við erum í dag. Ég heyri að ráðherra deilir ekki skoðun minni um mikilvægi þess að umsagnarferlið verði útvíkkað og er þá kannski ekkert að hjakka í því fari. Þó vil ég bara upp á nefndarstarf í framtíðinni og umfjöllun sem fer fram í nefndinni spyrja ráðherra hvort hún útiloki þann möguleika, ef nefndin telur það æskilegt, að slíkt umsagnarferli verði skoðað og framkvæmt.