136. löggjafarþing — 76. fundur,  6. feb. 2009.

Seðlabanki Íslands.

280. mál
[18:24]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég tel mikilvægt að í nefndarstörfunum sé haldið þannig á málum að hægt sé að fá niðurstöðu sem fyrst í þetta mál. (Gripið fram í.) Málið er í höndum nefndarinnar og ég tel að því fyrr sem frumvarpið verður að lögum því fyrr getum við hafið nauðsynlega endurskipulagningu og það sem er kannski mikilvægast af öllu endurreist þann trúnað og traust sem við þurfum að hafa bæði á alþjóðavettvangi og innan lands.