136. löggjafarþing — 77. fundur,  9. feb. 2009.

Seðlabanki Íslands.

280. mál
[15:31]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hér liggja fyrir tvær tillögur um vísan þessa máls í nefnd, annars vegar tillaga sem ég lagði fram um að málinu verði vísað til efnahags- og skattanefndar og hins vegar kom fram í lok umræðunnar tillaga um að málinu yrði vísað til viðskiptanefndar. Það eru rök fyrir því að vísa málinu til beggja þessara nefnda, bæði til efnahags- og skattanefndar, með vísan til þess að þar eru efnahagsmálin almennt, gjaldmiðilsmálin og peningamálin, og til viðskiptanefndar, með vísan til þess að þar eru bankamálin einnig. Ég tel engu meginmáli skipta í hvora nefnd þetta mál fer svo fremi að það fái skjóta og góða afgreiðslu í þeirri nefnd sem fær það til umfjöllunar.

Ég vil því draga tillögu mína um að málinu verði vísað til efnahags- og skattanefndar til baka og eftir stendur þá tillaga um að málinu verði vísað til viðskiptanefndar.