136. löggjafarþing — 78. fundur,  10. feb. 2009.

lögskráning sjómanna.

290. mál
[14:52]
Horfa

samgönguráðherra (Kristján L. Möller) (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir þetta andsvar. Mér heyrðist hann vera sáttur við það sem hér er verið að gera enda er verið að einfalda kerfið í takt við einfaldara Ísland og taka upp nútímaskráningu með rafrænum hætti.

En varðandi það sem hv. þingmaður nefndi um 7. gr. um undanþágur vek ég sérstaka athygli á því að ráðherra er heimilt að veita undanþágu, honum er ekki skylt að verða við þessu. Það geta að sjálfsögðu verið sjónarmið eins og ég hef heyrt frá hv. þingmanni um að ekki sé ástæða til að hafa alla þá báta í lögskráningarkerfinu sem þarna eru taldir upp. Þess vegna er þetta inni sem heimildarákvæði.