136. löggjafarþing — 78. fundur,  10. feb. 2009.

lögskráning sjómanna.

290. mál
[14:55]
Horfa

samgönguráðherra (Kristján L. Möller) (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Við ræddum fyrr í vetur um frístundafiskibátana en ekkert er orðið klárt með þá af því það er ekki orðið að lögum. Málið liggur hjá samgöngunefnd og er í vinnslu þar. Ég trúi því að (Gripið fram í.) þau sjónarmið sem hv. þingmaður nefnir séu til umræðu þar.

Varðandi reglugerðarþættina er það eins og gengur og gerist í lagasetningu okkar um heimildir til að útfæra suma hluti nánar. Þeir eru hafðir þarna inni eins og áður.

Hvað varðar samspil skipstjóra og útgerðarmanns vil ég trúa því og treysta að það verði gott þannig að það sé ekki þannig að skráningunni sé vísað yfir og svo gleymi útgerðarmaður eða skipstjóri að skrá á skipið. Þetta er eitthvert útfærsluatriði sem skipstjóri og viðkomandi útgerðarmaður verða að koma sér saman um.