136. löggjafarþing — 78. fundur,  10. feb. 2009.

lögskráning sjómanna.

290. mál
[15:08]
Horfa

samgönguráðherra (Kristján L. Möller) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mér finnst nú frekar leiðinlegt að munnhöggvast við hv. þingmann um þetta og eins og hann las sjálfur upp úr 2. gr., með leyfi forseta:

„Lög þessi gilda um áhafnir allra skráningarskyldra skipa á Íslandi.“

Í flutningsræðu minni kom fram að þar eru m.a. smábátarnir teknir undir, eins og hv. þingmaður kallaði eftir í ræðu sinni. Verið er að ganga þessa göngu alla þannig að ég skil ekki um hvað hv. þingmaður er að tala og í gildandi lögum í dag er ekki talað um 12 brúttótonn, eins og hv. þingmaður talar um, heldur 20 brúttótonn.