136. löggjafarþing — 78. fundur,  10. feb. 2009.

skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.

279. mál
[15:57]
Horfa

Flm. (Árni M. Mathiesen) (S) (andsvar):

Herra forseti. Væntanlega verður málið í höndum hv. nefndar þegar umræðu þessari lýkur og hún mun þá leita ráðgjafar um það hvernig hún afgreiðir málið og hvernig hún vill vinna úr því. Og þá efast ég ekkert um að hún mun leita til hæstv. fjármálaráðherra og sérfræðinga hans í fjármálaráðuneytinu auk annarra til að fara yfir það og komast að góðri niðurstöðu að endingu.