136. löggjafarþing — 79. fundur,  11. feb. 2009.

uppbygging álvers í Helguvík.

293. mál
[15:07]
Horfa

Ragnheiður Ólafsdóttir (Fl):

Virðulegi forseti. Mig langar að beina því til umhverfisráðherra að álverið á Grundartanga og járnblendiverksmiðjan hafa skapað Vestlendingum gífurlega uppbyggingu. Það er alltaf verið að tala um loftslagsáhrif. Þá vil ég spyrja hæstv. ráðherra að því hvort hún hafi gert sér nokkra einustu grein fyrir því hvað sólgos hafa haft mikil áhrif á jörðina. Það hefur alltaf gleymst í þessari umræðu, bæði sólgosin og eins skógareldarnir. Ég er ansi hrædd um að ef þetta yrði rannsakað væru áhrifin frá þessum tveim þáttum miklu alvarlegri en nokkurn tíma frá álverum og járnblendi. Og ef við ætlum að byggja þetta land í framtíðinni, miðað við þær aðstæður sem við höfum, verðum við að gjöra svo vel að hugsa um alla þætti. Það er ekki hægt að lifa bara á grasi og káli.