136. löggjafarþing — 82. fundur,  17. feb. 2009.

þingsályktunartillaga um hvalveiðar.

[14:11]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Herra forseti. Í byrjun fundar greiddum við atkvæði um afbrigði fyrir þriðja mál á dagskrá sem er frumvarp frá ríkisstjórn Íslands, 313. mál, um eftirlaun forseta Íslands, ráðherra og alþingismanna og hæstaréttardómara. Því miður láðist mér þá, herra forseti, að geta þess að ég er með þingmál, nr. 308, með lægra númer sem var ekki dreift fyrr en nú í byrjun fundar.

Ég vildi gjarnan að þessi mál yrðu rædd saman. Þau eru algjörlega sambærileg og ættu að ræðast saman. Ég vil því beina því til hæstv. forseta hvort hann geti fundið einhverja leið, t.d. með því að boða nýjan fund, til þess að hægt verði að ræða bæði málin saman og þetta er beiðni mín til hans.