136. löggjafarþing — 82. fundur,  17. feb. 2009.

stjórnarskipunarlög.

286. mál
[15:31]
Horfa

Flm. (Siv Friðleifsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Við erum opin fyrir því að gera aðrar breytingar á stjórnarskránni heldur en þær að koma á stjórnlagaþingi. Við erum opin fyrir því svo framarlega sem þær breytingar eru jákvæðar og góðar. Þrátt fyrir að einhverjar breytingar verði gerðar á stjórnarskránni er ekki þar með sagt að stjórnlagaþingið hefði ekkert að gera. Það er alls ekki þannig. Ég nefndi hér mjög mörg atriði sem stjórnlagaþing þarf að taka á. Mjög mörg atriði. Þannig að þó að eitt eða tvennt þessara mála yrði afgreitt hér áður en stjórnlagaþing tekur til starfa skiptir það ekki öllu máli.

Framsóknarmenn hafa sagt báðar leiðir færar. Hægt er að kjósa stjórnlagaþingið samhliða alþingiskosningum og spara pening. En það er líka hægt að gera það í haust.

Ríkisstjórnin kemur hugsanlega með tillögur sem yrðu ræddar. Þær eru væntanlega í vinnslu samhliða vinnslu (Forseti hringir.) málsins sem ég mæli hér fyrir. Á þessari stundu veit ég ekki hver niðurstaðan úr þeirri vinnslu verður.