136. löggjafarþing — 82. fundur,  17. feb. 2009.

stjórnarskipunarlög.

286. mál
[15:39]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Þá langar mig til að koma með eina grundvallarspurningu. Samkvæmt 79. gr. stjórnarskrárinnar, sem við erum að fara að eyða, á að bera tillögur, hvort sem er til breytinga eða viðauka stjórnarskrár, upp á reglulegu Alþingi og aukaalþingi. Þannig að við komumst ekki hjá þessu nema brjóta stjórnarskrána.

Við komumst ekki hjá 79. gr. nema að ætla okkur að brjóta stjórnarskrána. Það sem stendur hér í 2. gr. um að ný stjórnarskrá taki gildi. Sú gamla er ekki farin úr gildi. Fyrst verður að breyta 79. gr. og ég bendi á að í þessari tillögu er gert ráð fyrir því að breyta stjórnarskránni við stjórnarathöfn forseta Íslands samkvæmt stjórnskipunarlögum og þess vegna gildir 1. mgr. 13. gr. stjórnarskrárinnar ekki. Með þessu frumvarpi frá Alþingi, lögum frá Alþingi, er verið að breyta stjórnarskránni. 79. gr. stjórnarskrárinnar, sem virðist eiga að eyða, hv. þingmenn, leyfir það ekki.