136. löggjafarþing — 82. fundur,  17. feb. 2009.

stjórnarskipunarlög.

286. mál
[16:59]
Horfa

Helga Sigrún Harðardóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ætla að svara spurningunni með sama hætti og áður. Ég tek afstöðu til þessara mála ef og þegar þau koma fram. Um einstök mál þessa efnis, þ.e. einstakar tillögur sem liggja fyrir á málaskrá ríkisstjórnarinnar, ætla ég ekki að úttala mig um hér og nú. Í prinsippinu hefði ég talið að um slík mál ætti að fjalla á stjórnlagaþinginu, þ.e. ef það verður að veruleika sem ég sannarlega vona því að ég held að þjóðin kalli eftir því og þeir flokkar sem ekki munu styðja þetta mál munu eiga erfitt uppdráttar í komandi kosningum.