136. löggjafarþing — 83. fundur,  18. feb. 2009.

ummæli þingmanns.

[14:02]
Horfa

Mörður Árnason (Sf):

Forseti. Ég þakka fyrir góða fundarstjórn en tel að það verði að koma hér fram að með þeim orðum sem ég viðhafði áðan og vitnað var í í máli tveggja þingmanna Sjálfstæðisflokksins var mín meining að tína fram orðaleppa sem tíðhafðir eru um Vinstri hreyfinguna – grænt framboð, ekki síst í hópi sjálfstæðismanna, til að sýna að (ÁKÓ: Þú vandar þig meira núna.) flokkur sem hefur það rykti stendur þó þeim skrefum nær raunveruleikanum sem ég rakti en Sjálfstæðisflokkurinn sem þó þykist nokkru meiri en Vinstri hreyfingin – grænt framboð.