136. löggjafarþing — 83. fundur,  18. feb. 2009.

fjárhagsvandi heimila.

297. mál
[14:48]
Horfa

Ragnheiður Ólafsdóttir (Fl):

Virðulegi forseti. Ég fagna virkilega þessari umræðu um stöðu fjölskyldna og heimila í landinu í dag. Mér hefur fundist skorta ansi mikið á að sú umræða færi fram á Alþingi en hún er komin á blað og ég þakka félagsmálaráðherra fyrir hennar skeleggu svör.

Ég vil minna á og biðja um að það sé tekið sérstaklega inn hjá velferðarvaktinni, hvernig ríkisbankarnir ganga harkalega að fólki enn þann dag í dag. Þeir senda út rukkanir, sumir hverjir kannski með 10 daga millibili og krefja fólk um miklar skuldahækkanir. Það þarf að grípa þarna einhvers staðar inn í gagnvart unga fólkinu, virkilega að grípa inn í. Margt eldra fólk á náttúrlega líka í erfiðleikum. Ég tek undir orð hv. þm. Marðar Árnasonar um að gæta þarf að sálræna þættinum hjá fjölskyldunum, ekki síst í dag.