136. löggjafarþing — 83. fundur,  18. feb. 2009.

hlutur kvenna í stjórnmálum.

301. mál
[15:05]
Horfa

Ragnheiður Ólafsdóttir (Fl):

Virðulegur forseti. Ég fagnaði mjög þegar ég sá í blöðunum í morgun áskorun félagsmálaráðherra til formanna flokkanna um að jafnræðis yrði gætt á milli kynjanna á framboðslistum í komandi kosningum. Ég tel að ákaflega mikilvægt sé að bæði kynin — sem hafa mjög ólík viðhorf, eru ólíkt byggð upp og með ólíkar skoðanir en nauðsynleg, hvort heldur sem er konur og karlar. Það þarf að gæta jafnræðis lífsins og tilverunnar og þess vegna er mjög mikilvægt að öll sjónarmið geti komið fram.

Ég er á móti kynjaskiptingu. Ég tel að einstaklingurinn eigi að fá að njóta sín sama hvort hann er kona eða karl. En í því þjóðfélagi sem við búum við í dag verðum við að gera svo vel að horfa til beggja kynja ef gæta á jafnræðis. Ég vona (Forseti hringir.) að menn og konur átti sig á því að konur (Forseti hringir.) eru jafnmargar ef ekki fleiri í þjóðfélaginu og hafa atkvæðisrétt.