136. löggjafarþing — 83. fundur,  18. feb. 2009.

hlutur kvenna í stjórnmálum.

301. mál
[15:10]
Horfa

Björk Guðjónsdóttir (S):

Virðulegi forseti. Þetta er áhugaverð umræða sem hér fer fram og ég þakka hv. þm. Siv Friðleifsdóttur fyrir að hefja hana. Það er auðvitað sorgleg staðreynd að allt of fáar konur taka þátt í pólitísku starfi og þess vegna held ég að þessi umræða þurfi sífellt að fara fram.

Ég er þeirrar skoðunar að kynjakvótaleiðin sé kannski það síðasta sem ég mundi vilja sjá, frekar mundi ég vilja breyta viðhorfum innan flokkanna gagnvart því hvernig valið er á lista. Það þurfi sem sagt að byrja vinnuna þar, gera þá viðhorfsbreytingu að valið sé jafnt á milli karla og kvenna og karlmenn hugsi sem svo að jafnmargar konur þurfi að vera (Forseti hringir.) og karlar á framboðslistum.