136. löggjafarþing — 83. fundur,  18. feb. 2009.

undirbúningur að nýrri byggðaáætlun.

306. mál
[15:45]
Horfa

Kristján Þór Júlíusson (S):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka þá umræðu sem hér er um byggðamál. Ég get þó ekki látið hjá líða að gera athugasemd við orð hæstv. iðnaðarráðherra. Hann ræðir með þeim hætti um byggðamál að hann ýjar að gömlum frösum um að þau séu ekkert sérstakt hugðarefni landsbyggðarmanna og það sé fyrst þegar ráðherrann sé úr 101 Reykjavík að mál fari að horfa til betri vegar. Þetta er ósanngjörn fullyrðing og á allan hátt röng.

Ég spyr hæstv. ráðherra að því hvað snertir byggðamálaþáttinn til hvaða ráða hann ætli að grípa varðandi Byggðastofnun. Nú liggur fyrir sú niðurstaða að eiginfjárhlutfall stofnunarinnar er með þeim hætti að ekki er um neinar frekari lánveitingar að ræða þaðan nema ríkissjóður leggi þar inn verulega aukið fé. Ég bíð spenntur að heyra svar hæstv. ráðherra varðandi þau áform sem ríkisstjórnin hefur uppi um að bæta úr þessum þáttum.

Virðulegi forseti. Ég vil taka þátt í þeirri umræðu sem hér fer fram um byggðamál. Þó get ég ekki látið hjá líða að gera athugasemd við orð hæstv. iðnaðarráðherra þegar hann ræðir um byggðamál með því að ýja að gömlum frösum um að þetta sé ekkert sérstakt hugðarefni landsbyggðarmanna og að fyrst þegar við fáum ráðherra úr 101 Reykjavík þá horfi mál til betri vegar. Þetta er ósanngjörn fullyrðing og á allan hátt röng.

Ég spyr hæstv. ráðherra að því varðandi byggðamálaþáttinn til hvaða ráða hann ætli að grípa varðandi Byggðastofnun. Nú liggur fyrir sú niðurstaða að eiginfjárhlutfall stofnunarinnar er með þeim hætti að það er ekki um neinar frekari lánveitingar að ræða þar út að öðrum kosti en að ríkissjóður leggi þar inn verulega aukið fé. Ég bíð spenntur eftir að heyra svar hæstv. ráðherra um þau áform sem ríkisstjórnin hefur uppi varðandi það að bæta úr þessum galla.