136. löggjafarþing — 84. fundur,  19. feb. 2009.

tónlistar- og ráðstefnuhús.

[10:37]
Horfa

menntamálaráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg):

Virðulegi forseti. Miðað við að hægt verði á vinnuferlinu og verkið unnið á dagvaktatíma og þannig nýtt sem best til atvinnusköpunar þá er unnt að klára húsið á árinu 2011. Framkvæmdinni seinkar þannig um a.m.k. ár en ég held að það sé til þess vinnandi líka til að nýta hana sem mest í atvinnusköpun. Ég vona að þetta hús verði stolt íslensks almennings og ég veit að listamenn binda miklar vonir við húsið, þetta er draumur sem er að rætast fyrir marga listamenn.