136. löggjafarþing — 84. fundur,  19. feb. 2009.

listaverk í eigu ríkisbankanna.

[10:55]
Horfa

menntamálaráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg):

Virðulegi forseti. Ég vil taka undir með hv. þm. Kristni H. Gunnarssyni að vel kemur til greina að bankarnir sýni verkin áfram og reyndar eru mörg listaverk orðin órjúfanlegur hluti af sumum útibúum bankanna, verði þau áfram starfandi. Ég nefni bara gamla Búnaðarbankann í Austurstræti og listskreytingarnar í þeim sal og það sama mætti segja um Landsbankann og Glitni.

Ég held að mjög mikilvægt sé að við reynum að ná þessu máli í gegn um leið og gengið verður frá nýjum eiginfjárreikningi nýju bankanna og þetta fylgi með í samningunum.