136. löggjafarþing — 85. fundur,  20. feb. 2009.

Seðlabanki Íslands.

280. mál
[16:34]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg):

Herra forseti. Athugun hv. viðskiptanefndar á því hvaða menntun þeir hafa formlega sem eru seðlabankastjórar í nálægum löndum leiddi í ljós að þeir eru langflestir hagfræðimenntaðir. Í einum þremur löndum í norðanverðri Evrópu voru bankastjórar með aðra menntun.

Það verður að viðurkennast að vegna landlægrar spillingar og brota á góðum stjórnsýsluvenjum á Íslandi kallar fólk eftir því að gerðar séu kröfur um tiltekna menntun. Við höfum útvíkkað þær hæfniskröfur verulega sem þarna eru settar. Eins og lesa má í áliti meiri hluta nefndarinnar er þetta mjög víðtækt svið sem tekur m.a. til þess sem rætt var í dag og þeirra þriggja seðlabankastjóra sem ég nefndi sem eru lögfræðimenntaðir. Ég segi nei.