136. löggjafarþing — 85. fundur,  20. feb. 2009.

Seðlabanki Íslands.

280. mál
[16:41]
Horfa

Jón Magnússon (S):

Virðulegi forseti. Í þeim ákvæðum til bráðabirgða sem mælt er fyrir er um mjög óljós skil að ræða varðandi stjórnsýsluna sem er mínu mati mjög vond stjórnsýsla. En þar sem við munum fara fram á að málið verði tekið til umræðu og endurskoðunar í nefnd á milli 2. og 3. umr., og það hefur gengið vel að koma málum til vitlegra horfs hvað þetta frumvarp ræðir, munum við ekki greiða atkvæði um málið. Við munum sitja hjá við atkvæðagreiðsluna.