136. löggjafarþing — 86. fundur,  23. feb. 2009.

mál á dagskrá.

[17:36]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (S):

Herra forseti. Ég hefði kosið að fá frekari upplýsingar frá þér en ekki hv. þm. Merði Árnasyni sem hefur tekið sér ákveðið forsetavald og komið með útskýringar hingað upp í pontu. Ég tel rétt og eðlilegt að við þingmenn fáum upplýsingar frá þér, herra forseti.

Það er hins vegar alveg með ólíkindum að mál sem Samfylkingin til að mynda hefur haft á heilanum svo vikum skiptir skuli ekki vera fullbúnara en svo að þingmenn þurfi að skoða það betur. Málið stendur ekki og fellur með tveimur dögum sem menn vilja taka sér í þingnefndinni, í viðskiptanefnd. Að sjálfsögðu ekki. Þess vegna krefjumst við þess að fá tækifæri í þingsal til að ræða þessi brýnu efnahags- og atvinnumál sem Samfylkingin og fleiri eru að tala um, stjórnarflokkarnir. Hvar eru málin? Við viljum fá að ræða þau.