136. löggjafarþing — 86. fundur,  23. feb. 2009.

mál á dagskrá.

[17:38]
Horfa

Forseti (Guðbjartur Hannesson):

Forseti vakti athygli á því í upphafi þegar fundi var frestað fyrr í dag að ástæðan væri sú að þingflokkar stjórnarmeirihlutans óskuðu eftir því að fá tíma til að vinna að málum og — (ÞKG: Meiri hluta? Minni hluta.) já, stjórnarminnihlutans, stjórnarflokkanna. Þær upplýsingar lágu fyrir. Það kom svo fram í upphafi þessa fundar að ætlunin er að ljúka málum og taka þau fyrir með hefðbundnum hætti á morgun þannig að þessu tvennu sé svarað. Ég tek undir þær fyrirætlanir og það er auðvitað ágætisáminning til okkar allra í þinginu að við ætlum að reyna að nýta tímann vel og koma málum vel áfram. Hver og einn þingmaður verður að hjálpa okkur við það eftir bestu getu.