136. löggjafarþing — 86. fundur,  23. feb. 2009.

mál á dagskrá.

[17:41]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Herra forseti. Það er mjög dapurlegt að við skulum vera að eyða tíma þingsins í svona mál þegar mörg brýn mál liggja fyrir. Mér sýnist að hæstv. forsætisráðherra hafi sett málin í ákveðna pattstöðu með því að skrifa bréf til seðlabankastjóra og biðja hann um að segja upp. Með því bréfi varð Seðlabankinn óstarfhæfur. Nú er einn seðlabankastjóri búinn að segja upp þannig að í rauninni ætti samkvæmt gildandi lögum að auglýsa þá stöðu. Nú eru fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að koma til landsins í vikunni — við hvaða Seðlabanka eiga þeir að tala?

Það er von að það sé mikið bráðræði hjá ríkisstjórninni að keyra málið í gegn og það er þannig að allt annað er stopp, allt sem varðar hag heimilanna, hag fyrirtækjanna, starfsemi bankanna, allt er stopp vegna þess að þetta bréf var sent út sem býr til svona pattstöðu. Ég verð að lýsa yfir miklum áhyggjum af þessu, herra forseti.