136. löggjafarþing — 88. fundur,  25. feb. 2009.

mælendaskrá í umræðu um störf þingsins.

[14:08]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf):

Virðulegi forseti. Ég vil gera athugasemd við þá fundarstjórn forseta að hér raðast inn á mælendaskrá þingmenn Sjálfstæðisflokks, hafa uppi ýmsar lýsingar á nefndarstarfi sem ekki standast skoðun. Upphafsmaðurinn sem beindi til mín spurningu, hv. þm. Pétur Blöndal, fær að ljúka máli sínu og ég fæ ekki að svara. Ég hlýt a.m.k. að fá að svara þegar spurningu er beint til mín og hér er komið fram með ýmsar rangtúlkanir um það hvernig starf nefndarinnar lá. Ég vil gera athugasemd við þetta og óska eftir því að mér verði veittar tvær mínútur til að svara þeirri fyrirspurn sem fram kom.