136. löggjafarþing — 88. fundur,  25. feb. 2009.

gjaldfrjáls göng.

304. mál
[14:47]
Horfa

Fyrirspyrjandi (Ragnheiður Ólafsdóttir) (Fl):

Virðulegi forseti. Ég þakka samgönguráðherra fyrir svörin og ég ætla að svara honum til baka þeim spurningum sem hann beindi að mér, þ.e. hvar eigi að taka fjármunina til þess að koma á móts við eða ríkið yfirtaki.

Eigum við ekki bara að byrja á því að taka það sem nú er á áætlun, tónlistarhúsið, af? Væri það ekki nær? Og að taka utanríkisráðuneytið meira og minna í nefið og skera þar niður? Þar mætti skera ansi mikla fjármuni niður til hjálpar við vegauppbyggingu á landinu.

En ef gjaldtaka á að vera á landinu, af hverju setjum við þá ekki bara toll á alla vegi landsins? (Samgrh.: Viltu það?) Ég vil það ekki en það virðist vera að ráðherra vilji það.

Ég vil benda ráðherra á að til þess að fá lægsta gjald í gegnum göngin þá kostar það einstakling 23–27 þús. kr., sem hann verður að reiða fram fyrir fram. Getur ráðherra séð það fyrir sér í því árferði sem er í dag hvernig fátækir einstaklingar, einstaklingar sem eru í þrotum eiga að reiða þetta fram? Það eru ýmsar hliðar á þessum málum.

Og ef samfylkingarfólk ætlar að gefa slíkt loforð í næstu kosningabaráttu, sem nú er að hefjast, að göngin skuli verða gjaldfrjáls skuluð þið vara ykkur á því að hafa kjósendur að fíflum. Það borgar sig ekki.