136. löggjafarþing — 88. fundur,  25. feb. 2009.

starfsemi vistunarmatsnefnda.

309. mál
[15:19]
Horfa

Þuríður Backman (Vg):

Hæstv. forseti. Ég vil að það komi fram í þessari umræðu að þó svo einstaklingur sem þarf á hjúkrunarheimili að halda og uppfyllir kröfu um vistunarmat en það er ekki hægt að leggja hann inn, það er ekki pláss — þá verður að horfa til þess að einstaklingur sem býr til sveita, og ætti þar af leiðandi hugsanlega að vera í þjónustu sveitarfélagsins, í heimahjúkrun frá heilsugæslustöð, þarf oft að fá vistun inni á dvalarheimili (Forseti hringir.) þann tíma sem kemur af vistun af hjúkrunarheimili vegna þeirra aðstæðna (Forseti hringir.) sem einstaklingar búa við sem búa langt inn til sveita.