136. löggjafarþing — 89. fundur,  26. feb. 2009.

Seðlabanki Íslands.

280. mál
[16:48]
Horfa

Mörður Árnason (Sf) (andsvar):

Forseti. Þetta var litrík og skörugleg ræða og full af ágætu líkingamáli af sjónum aðallega og stórum orðum, nokkrum kannski heldur stórum fyrir þennan ræðustól. En til þess að skýra það fyrir þingheimi og áhorfendum og áheyrendum öðrum, má þá skilja það svo að hv. þm. Árni Johnsen ætli sér að greiða atkvæði gegn þessu frumvarpi?