136. löggjafarþing — 89. fundur,  26. feb. 2009.

Seðlabanki Íslands.

280. mál
[17:30]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg):

Herra forseti. Við greiðum hér atkvæði um breytingartillögu meiri hluta hv. viðskiptanefndar. Hér er ekki um að ræða grundvallarbreytingu á eðli peningastefnunefndar. Hér er um að ræða ítrekun á því hlutverki sem peningastefnunefnd er ætlað að gegna og til þess að tryggja að það verði klárt gegnsæi í öllum störfum nefndarinnar er gert ráð fyrir því að hún hafi það hlutverk og meti hún það svo að alvarleg hættumerki séu til staðar sem ógni fjármálakerfinu, skuli hún opinberlega gefa út viðvaranir þegar tilefni eru til.

Þetta, herra forseti, er það sem hefur skort í fjármálalífi okkar undanfarin ár. Ég segi já.