136. löggjafarþing — 89. fundur,  26. feb. 2009.

Seðlabanki Íslands.

280. mál
[17:37]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg):

Herra forseti. Þessi tillaga er að mínu mati mjög ómálefnaleg. Það hefur verið búið til mjög ákveðið regluverk til að tryggja eins vandaða málsmeðferð og mögulegt er í lögum við skipan seðlabankastjóra og aðstoðarbankastjóra, með kröfu um auglýsingu eins og hér var nefnt, með kröfum sem settar eru fram um menntun og reynslu, þ.e. bæði um hæfni en einnig um hæfi manna. Auk þess skal skipa sérstaka þriggja manna nefnd með tilnefningum bæði frá bankaráði Seðlabankans og frá háskólasamfélaginu til að leggja mat á þær umsóknir sem kunna að berast. Það er því búið að tryggja eins vandaða málsmeðferð og mögulegt er. — Ég segi nei.