136. löggjafarþing — 89. fundur,  26. feb. 2009.

Seðlabanki Íslands.

280. mál
[17:40]
Horfa

Mörður Árnason (Sf):

Forseti. Hér er á ferð mikilvægt mál. Umbóta- og mótmælahreyfingin sem fór af stað í október setti strax fram fjórar kröfur, að haldnar yrðu kosningar, að ríkisstjórnin færi frá, að hreinsað yrði til í Fjármálaeftirlitinu, að hreinsað yrði til í Seðlabankanum. (Gripið fram í.) Nú hefur þessi hreyfing og meiri hluti almennings í landinu náð því fram að boðað hefur verið til kosninga, ríkisstjórnin fór frá og önnur hefur tekið við til bráðabirgða, það hefur verið hreinsað til í Fjármálaeftirlitinu og hér er verið að samþykkja að hreinsa til í Seðlabankanum.

Ég er ánægður og stoltur yfir því að geta tekið þátt í þessari afgreiðslu á þinginu og ég segi já.