136. löggjafarþing — 90. fundur,  2. mars 2009.

þingrof og kosningar.

[15:08]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf):

Virðulegi forseti. Það er ekkert sem kemur í veg fyrir að þing geti haldið áfram þó að það hafi verið rofið og kjördagur ákveðinn. Staðan í þinginu er sú að af þeim tæplega 30 málum sem stjórnarflokkarnir hafa lagt fram hefur aðeins eitt verið afgreitt. Það er ljóst að miðað við afgreiðsluhraðann hér þurfum við miklu lengri tíma en til 12. mars til að klára þau mál sem þarf að klára á þessu þingi. Hér eru náttúrlega óvanalegar aðstæður uppi, ekki hefðbundnar aðstæður, þannig að það er ekki skrýtið þó að þing haldi áfram jafnvel þó að þingrof hafi farið fram og kjördagur verið ákveðinn. Það er æskilegt að sem flest mál verði komin fram þegar þingrof færi fram og kjördagur ákveðinn en það er ljóst að við þurfum töluvert lengri tíma í þinginu en fram til 12. mars nk.