136. löggjafarþing — 90. fundur,  2. mars 2009.

kostnaður við loftrýmiseftirlit.

[15:34]
Horfa

Jón Gunnarsson (S):

Virðulegi forseti. Ég fór yfir það með hæstv. utanríkisráðherra um daginn hvort vinna væri í gangi við þetta en ég spurði hér fyrst og fremst um þann kostnað sem hlýst af komu Dana. Áður hefur verið upplýst á Alþingi að hver þessara heimsókna kosti á annað hundrað milljónir króna. (Gripið fram í: Nei, nei.) Víst hefur það verið sagt, hæstv. ráðherra, (Gripið fram í: 9 millj. kr. …) á fjárlögum 2008 voru, að ég held, 200 milljónir fyrir þær tvær heimsóknir sem þá voru. Það hlýtur að standa enn. Þarna er liður sem mér finnst hægt að spara og ég held að menn eigi ekki að draga það að spara þá liði sem hægt er að spara strax. Um það snýst bókhald okkar hvar sem það er. Ég held að þarna gætu menn gripið til úrræða strax og stoppað þetta.

Af því að ég er kominn í ræðustól bið ég hæstv. ráðherra í seinni ræðu (Forseti hringir.) sinni að upplýsa okkur um kjör nýja seðlabankastjórans. (Forseti hringir.) Hver eru laun nýs seðlabankastjóra og hver eru launakjör hans í örstuttu máli?