136. löggjafarþing — 90. fundur,  2. mars 2009.

innköllun íslenskra aflaheimilda.

98. mál
[18:04]
Horfa

Grétar Mar Jónsson (Fl) (andsvar):

Frú forseti. Ég vil minna hv. þm. Guðjón Arnar Kristjánsson á að hann gleymdi að minnast á það að Frjálslyndi flokkurinn hefur lagt fram tillögur um frjálsar handfæraveiðar. Við í Frjálslynda flokknum vitum að fiskvinnsla án útgerðar er kannski það arðbærasta sem rekið er í íslenskum sjávarútvegi í dag. Við viljum nýtt Ísland og byrjum á því að tala um endurreisn íslensks þjóðfélags með því að færa kvótann til þjóðarinnar.

Við viljum allan fisk á fiskmarkað, aðskilja veiðar og vinnslu og virða mannréttindi á Íslandi. Við viljum hjálpa þeim mönnum sem hafa farið fyrir mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna með mál sitt og að viljum að þeim verði borgaðar bætur og hlutur þeirra réttur svo við búum ekki við það að svokölluð vinstri stjórn hunsi mannréttindi á Íslandi.

Til að koma þessari þingsályktunartillögu í gegn þurfum við í Frjálslynda flokknum stuðning bæði alþingismanna og fólksins í landinu.