136. löggjafarþing — 92. fundur,  4. mars 2009.

dagskrá og fyrirkomulag þingfunda.

[12:06]
Horfa

Forseti (Guðbjartur Hannesson):

Til að svara þessum ábendingum öðru sinni óska ég eftir að taka það fram að ég leitaði eftir stuðningi við það að þetta mál yrði tekið á dagskrá í gær með afbrigðum. Beðist var undan því af hv. þingflokksformanni sem hér gerir athugasemdir og þá tilkynnti ég að þetta mál yrði tekið á dagskrá í dag. Ber að harma að það skiptist svona en við skulum þá reyna að hefja umræðuna sem fyrst þannig að sem flestir komist að fyrir kl. hálftvö í þessari umræðu.