136. löggjafarþing — 92. fundur,  4. mars 2009.

fundarstjórn.

[12:30]
Horfa

Gunnar Svavarsson (Sf):

Virðulegi forseti. Þetta hefur verið ógleymanleg stund hér frá hádegi. Ég mun hugsanlega segja frá þessum hálftíma í bókinni minni. Ég vil ítreka að þegar um málið var fjallað í efnahags- og skattanefnd var góður samhljómur í nefndinni, góður samhljómur um að koma málinu út úr nefndinni eins og á stundum verður í nefndum. Nokkuð góður samhljómur var um að málið fengi framgang í þinginu og gengið yrði til atkvæða um það. Til þess að þessi stund verði ekki mun ógleymanlegri en hún er þegar orðin hvet ég forseta til að hefja atkvæðagreiðsluna.