136. löggjafarþing — 92. fundur,  4. mars 2009.

eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara.

313. mál
[12:37]
Horfa

Árni Þór Sigurðsson (Vg):

Herra forseti. Sú breytingartillaga sem hér er lögð fram gengur út á það að þingmenn og ráðherrar fái að njóta sérstakra kjara í lífeyrismálum sem eru í andstöðu við það sem almennt er verið að gera með samþykkt þessa frumvarps. Þessi breytingartillaga gengur út á það að þingmenn og ráðherrar og forseti Íslands geti valið sér að eigin geðþótta lífeyrissjóð til að greiða iðgjöld í. Það er ekki sú regla sem almennt gildir fyrir launafólk í þessu landi sem greiðir í ákveðinn lífeyrissjóð eftir því hvaða stéttarfélagi það tilheyrir.

Verið væri að innleiða sérstök vildarkjör fyrir ráðherra, þingmenn og forseta Íslands ef þessi tillaga yrði samþykkt. Ég segi nei.