136. löggjafarþing — 93. fundur,  4. mars 2009.

fundarstjórn.

[15:14]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf):

Virðulegi forseti. Það er nú einmitt það sem ég ætlaði að vekja athygli á, að hæstv. forseti hleypti þingmanni í ræðustól sem framlengdi umræðu sem lokið var en ekki að ræða fundarstjórn forseta. Ég ætla ekki að misnota aðstöðu mína eins og sá hv. þingmaður sem í ræðustólnum var, gerði.