136. löggjafarþing — 94. fundur,  4. mars 2009.

kosningar til Alþingis.

368. mál
[18:20]
Horfa

Árni Þór Sigurðsson (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Það sem ég var eiginlega að inna þingmanninn eftir var hvort breyting á núverandi fyrirkomulagi þannig að vægi þess að breyta listum yrði aukið verulega frá því sem nú er, hvort í því mundi að hans mati felast gjörbreyting eða grundvallarbreyting á eðli kosningafyrirkomulagsins burt séð frá því hvað sagt er í því frumvarpi sem hér er til umræðu. Mig langar að inna þingmanninn eftir viðhorfi hans til þess sérstaklega ef sú leið yrði farin að breytingar á listum hefðu miklu meira vægi en í dag og það væri eina breytingin sem gerð væri, hvort það væri grundvallarbreyting á kosningafyrirkomulaginu.