136. löggjafarþing — 94. fundur,  4. mars 2009.

kosningar til Alþingis.

368. mál
[18:26]
Horfa

Flm. (Lúðvík Bergvinsson) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Vissulega geta flokkarnir nýtt sér þau prófkjör sem nú fara fram. Ef þeir ákveða að hafa raðaða lista þá geta þeir nýtt sér þessi prófkjör, ef þeir ákveða annað geta þeir ákveðið með prófkjörum hverjir það eru sem komast í kassann á kjördag.

Hins vegar vildi ég nefna þetta: Ef sú skoðun hv. þingmanns að breyting á 82. gr. feli í sér að það kalli á tvo þriðju hluta, þá er staðreyndin sú að núgildandi lög fara þá væntanlega gegn stjórnarskrá vegna þess að m.a. í síðustu kosningum voru tveir hv. þingmenn sem urðu þó þingmenn færðir niður á grundvelli þess sem gerist samkvæmt 82. gr. Í því felst breyting en það var engin krafa (Forseti hringir.) gerð um það þá að það þyrfti tvo þriðju til að samþykkja það.