136. löggjafarþing — 94. fundur,  4. mars 2009.

kosningar til Alþingis.

368. mál
[18:33]
Horfa

Siv Friðleifsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Danir ráða við að hafa þetta flókna kerfi, ég veit ekki til þess að þar séu miklu fleiri atkvæði ógild en ég hef reyndar ekki skoðað það sérstaklega og ekki heyrt af því. En ég vil ítreka seinni spurningu mína og set þetta í ímyndað dæmi. Ef við erum að ræða þetta mál á miðju kjörtímabili — ég vil ekki fá svör um að þetta séu léleg vinnubrögð, allt of seint o.s.frv. — telur hv. þingmaður að hugmyndin um að flokkar geti valið sé óheppileg, hún sé bara of ruglandi yfirleitt? Mundi hv. þingmaður vera því andsnúinn að styðja svona mál þar sem þetta val væri í boði ef sú umræða færi fram á miðju kjörtímabili?