136. löggjafarþing — 95. fundur,  5. mars 2009.

staða sjávarútvegsfyrirtækja.

[11:03]
Horfa

Grétar Mar Jónsson (Fl):

Herra forseti. Skuldastaðan í sjávarútveginum er mjög erfið og við áttum okkur líka á því að það er lækkandi afurðaverð, sennilega á bilinu milli 30 og 40% víðast hvar á mörkuðum okkar erlendis. Framleiðslugjald og samningar eru auk þess erfið fyrir sjávarútvegsfyrirtækin. Við í Frjálslynda flokknum höfum lagt til hugmyndir til lausnar. Við höfum lagt til að veitt yrði meira af fiski til að skapa meiri gjaldeyristekjur. Við höfðum lagt til að handfæraveiðar yrðu gefnar frjálsar yfir sumartímann og við höfum jafnframt lagt til ýmislegt í stjórn fiskveiða til að mæta vanda greinarinnar. Þar er stærsta tillaga okkar innköllun á veiðiheimildum með yfirtektarhluta af skuldum inn í svokallaðan auðlindasjóð. Það væri gaman að vita hvort hæstv. ráðherra sér ekki möguleika á því að verða við einhverjum af þessum óskum.