136. löggjafarþing — 95. fundur,  5. mars 2009.

eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara.

313. mál
[11:34]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Þetta voru dálítið tóm orð. (JBjarn: Þetta eru ekki tóm orð, þetta eru hugsjónir.) Þetta eru tómar hugsjónir vegna þess, (Gripið fram í.) herra forseti, að þetta mundi kosta óhemju mikið. (Gripið fram í.) Þetta mundi kosta 3–4% af launum allra landsmanna, þeirra sem ekki eru í A-deildinni. Hver ætti að borga það?

Nú veit ég ekki, ég hef ekki reiknað það nákvæmlega, en eru ekki launin í landinu eitthvað um 800–900 milljarðar, 3% af því eru 24–30 milljarðar. Hvar ætlar hv. þingmaður að taka þá peninga í kreppunni? Hver á að borga? Það er gott að tala svona, það er gott að velja sér bara besta lífeyrissjóðinn í landinu og tala svo með tómum loforðum.