136. löggjafarþing — 95. fundur,  5. mars 2009.

eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara.

313. mál
[13:40]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg):

Hæstv. forseti. Það er söguleg stund þegar Alþingi nemur nú úr gildi forréttindi þingmanna, og sérstaklega ráðherra, í lífeyrismálum. Gegn þessum sérréttindum hefur verið mikil andstaða í þjóðfélaginu og gegn þessum sérréttindum og þessum ósóma hefur verið barist bæði utan þingsins og innan. Nú hefur baráttan skilað árangri. Þetta er ekki bara söguleg stund á Alþingi, við erum að stíga skref til sátta gagnvart þjóðinni. Ég fagna þessari niðurstöðu.