136. löggjafarþing — 95. fundur,  5. mars 2009.

eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara.

313. mál
[13:53]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S):

Virðulegur forseti. Ég fagna þeirri samstöðu sem er í þingsalnum um þetta frumvarp en vil engu að síður láta þess getið að ekki gilda ein lög í þessu landi um lífeyrissjóði fyrir landsmenn. Það er lífeyrissjóður opinberra starfsmanna sem við þingmenn kjósum nú að halda okkur í, innan svokallaðrar A-deildar, en 80% þjóðarinnar, kjósenda okkar í þessum sal, eru í öðrum lífeyrissjóðum. Ég hefði kosið að við hefðum haft kjark til að veita þingmönnum frelsi til að velja sér lífeyrissjóð en segi við frumvarpinu: Þetta er skref í rétta átt og ég segi já.