136. löggjafarþing — 96. fundur,  6. mars 2009.

virðisaukaskattur.

289. mál
[12:56]
Horfa

Jón Bjarnason (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Það er afdráttarlaus vilji minn að hér verði mynduð félagshyggjustjórn eftir kosningar og þeir sem þar koma að standi saman um grundvöll velferðarkerfisins.

Eins og hv. þingmaður nefndi var Framsóknarflokkurinn hér áður fyrr sterkur félagshyggjuflokkur þótt mér hafi fundist hann fara allmikið út af þeirri braut á síðustu árum. Vonandi kemur hann aftur inn á félagshyggjubrautina, þannig að þetta horfir vonandi allt saman til bóta.

Varðandi tillögur Framsóknarflokksins í efnahagsmálum minni ég á að líka þarf að fara að með gát. En mér finnst að í þessu samstarfi flokkanna eigi að skoða alla þá þætti sem hægt er að koma til framkvæmda í þeim efnum.