136. löggjafarþing — 96. fundur,  6. mars 2009.

virðisaukaskattur.

289. mál
[12:57]
Horfa

Birkir Jón Jónsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Framsóknarflokkurinn er og hefur verið félagshyggjuflokkur. Ég veit ekki betur en að við höfum státað af besta heilbrigðiskerfi í heimi og einu besta velferðarkerfi í heimi. (Gripið fram í.) Ég vil minna hv. þm. Jón Bjarnason á það að Framsóknarflokkurinn hélt utan um þau vandasömu ráðuneyti.

Ég tel að mikilvægt sé að félagshyggjuflokkar komi að því á erfiðum tímum að standa vörð um velferðarkerfið, heilbrigðiskerfið, og Framsóknarflokkurinn hefur með verkum sínum sýnt að hann er mjög félagslega sinnaður flokkur hvað þessi mál áhrærir. Reyndar var samneyslan aukin gríðarlega í tólf ár í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn sem er þvert á stefnu Sjálfstæðisflokksins sem hefur talað fyrir því að minnka báknið. En í raun var velferðarkerfið eflt á þeim tíma og miklu meiri fjármunir settir í mikilvægar stofnanir.

Nú blasir hins vegar það verkefni við okkur að ráðast þarf í aðhaldsaðgerðir og ég tel brýnt að (Forseti hringir.) félagshyggjuflokkar komi að því að standa vörð um heilbrigðis- og velferðarkerfi okkar Íslendinga.