136. löggjafarþing — 97. fundur,  9. mars 2009.

mál á dagskrá -- tónlistar- og ráðstefnuhús.

[15:12]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Þetta verður sérkennilegra með hverjum deginum. Hér var kölluð til — og með miklum hamagangi og baktjaldamakki var stofnað til ríkisstjórnar. Hvernig var sú vegferð lögð upp? Taka átti á bráðavanda fyrirtækjanna og heimilanna. (Gripið fram í.) Taka átti á verkstjórn. Í dag eru fréttir um að fyrirtæki séu að fara í þrot og dagskrá þingsins tekur á öllu öðru en bráðavanda fyrirtækja og heimila. Er þetta einsdæmi? Nei. Þetta er algerlega lýsandi fyrir verkstjórn (Gripið fram í.) þessarar minnihlutastjórnar sem lofaði fólkinu að taka á bráðavanda heimilanna og fyrirtækjanna og vera með skýra verkstjórn til að hann yrði í forgangi.

Virðulegi forseti. (Forseti hringir.) Þessi dagskrá er um allt annað (Forseti hringir.) en það sem snýr að heimilum og fyrirtækjum.