136. löggjafarþing — 97. fundur,  9. mars 2009.

mál á dagskrá – tónlistar- og ráðstefnuhús.

[15:24]
Horfa

Arnbjörg Sveinsdóttir (S):

(MÁ: Númer ellefu.) Hæstv. forseti. Þau eru hálfmeinleg, þessi frammíköll hv. þm. Marðar Árnasonar. Þó að hann standi hér flissandi er ég ekki viss um að þjóðin óski eftir því að menn standi svona að málum eins og hér er gert á Alþingi. Það er algjör misskilningur hjá hæstv. iðnaðarráðherra að við hótum einhverju málþófi. (Gripið fram í.) Við bendum einfaldlega á að hér liggja fyrir mál sem þarf að koma hratt og örugglega í gegnum Alþingi til að þau geti farið að gagnast fólkinu í landinu og orðið til þess að endurreisa atvinnulífið og hjálpa heimilunum. En það er ekki áhugaefni hv. þingmanna Samfylkingarinnar sem leyfa sér að standa hér flissandi á hliðarlínunni. Það er hins vegar áhugaefni okkar að hægt sé að afgreiða þau mál sem snúa að atvinnumálum (Forseti hringir.) í landinu.