136. löggjafarþing — 97. fundur,  9. mars 2009.

skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða o.fl.

321. mál
[21:13]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég er megindráttum sammála hv. þm. Jóni Magnússyni um þau sjónarmið sem liggja til grundvallar málflutningi hans hér.

Svo að við nálgumst frekar efni frumvarpsins sem hér er til umræðu vil ég spyrja hv. þm. Jón Magnússon hvort hann telji hættu á að í þeirri úttekt á séreignarsparnaði sem frumvarpið gerir ráð fyrir, verði um jafnháar upphæðir að ræða eins og fram hefur komið fyrr í þessari umræðu, 100–120 milljarðar kr.? Mig langar til að spyrja hv. þingmann hvort hann hafi velt því fyrir sér að hvaða marki það hefði áhrif á stöðu lífeyrissjóðanna almennt séð?